Heilbrigði Fiska​

Dýralæknarnir okkar búa yfir yfir 30 ára reynslu á sviði heilbrigðismála í fiskeldi. Við það að sameina þekkingu frá norsku og íslensku fiskeldi fæst grundvöllur til að takast á við flókin heilbrigðisvandamál sem og að vinna að því að fyrirbyggja sjúkdóma í eldisstofninum. Vetaq er til staðar fyrir íslenskt fiskeldi og býður meðal annars upp á reglubundið heilbrigðiseftirlit, þekkingarmiðlun í formi námskeiða sem og stuðning við stjórnendur fiskeldisfyrirtækja.